Fjárhagsmálefni vegna Grindavíkur

Frumkvæðismál (2401035)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.01.2024 31. fundur fjárlaganefndar Fjárhagsmálefni vegna Grindavíkur
Til fundarins komu Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, Hermann Sæmundsson, Ingilín Kristmannsdóttir og Ingveldur Sæmundsdóttir frá innviðaráðuneytinu. Ráðherra lagði fram minnisblað innviðaráðuneytisins dags. 18.janúar 2024 um stöðu einstakra aðgerða stjórnvalda í húsnæðismálum Grindvíkinga vegna nýlegra náttúruhamfara á Reykjanesskaga og svaraði spurningum um efni þess og stöðu mála vegna náttúruhamfaranna.
Á fundinum var einnig lagt fram minnisblað fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 17. janúar 2024, Grindavík - stuðningsaðgerðir og möguleg áhrif á afkomu og efnahag ríkissjóðs.